Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 19. júlí 2001 kl. 10:29

Býr til listmuni úr rekaviði

Sævar Helgason stofnaði Veghús árið 1973 sem var fyrsta skiltagerðin á Suðurnesjum. Vinnustofa Sævars er staðsett á Suðurgötu 9 í Keflavík. Þar er að finna hinar ýmsu tegundir af skiltum auk þess sem Sævar hefur dundað sér við að gera lampa og fleira úr rekavið.

Mynd: Sævar á verkstæðinu sínu við Suðurgötu Rekaviðinn týnir hann á Mýrdalssandi. Viðurinn er því náttúrulega sandblásinn og litaður og í raun lítið að gera nema lakka og gera úr þeim lampa sem eru hreinustu listaverk. En stærsti hlutinn af vinnu Sævars fer í skiltagerðina en það tekur hann u.þ.b. tvo daga að búa til skilti eftir pöntun. Hægt er að panta skilti í síma 421-1582 en einnig er hægt að fá sendan kynningarbækling með myndum. Á verkstæðinu er að finna verk eftir fleiri listamenn og gefur þar að líta klukkur og ýmsa útskorna muni. Hægt er að líta við á verkstæðinu hvenær sem er en Sævar býr í húsinu við hliðina á og hægt að ná í hann þar ef hann er ekki á verkstæðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024