Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Býr til betri minningar á hverju ári
Sunnudagur 6. ágúst 2017 kl. 06:00

Býr til betri minningar á hverju ári

-Sævar Freyr Eyjólfsson

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég ætla að skemmta mér með vinum erlendis eða fara til Eyja.“
Ertu vanafastur um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég breyti reglulega til, annars lendi ég oftast í því að vinna um Verslunarmannahelgina.“

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa og af hverju?
„Engin sérstök. Ég reyni að búa til nýjar og betri minningar með hverju ári.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Gott veður, gott skap og svo má ekki gleyma steikinni.“

Hvað ertu búinn að gera í sumar?
„Vinna, búa til tónlist, hanga með vinum og ferðast um landið. Svo er ég að undirbúa mig fyrir verklega hluta flugvirkjunarnáms sem ég er í.“

Hvað er planið eftir sumarið?
„Þá tekur við skólinn og allt sem því fylgir.“