SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Býr í barninu ljóðskáld?
Mánudagur 26. nóvember 2012 kl. 04:03

Býr í barninu ljóðskáld?

Ljóð unga fólksins, ljóðasamkeppni barna og unglinga á aldrinum 9 til 16 ára stendur nú yfir í bókasöfnum landsins. Skilafrestur ljóða er til 1. desember nk. Bókasafn Reykjanesbæjar tekur við ljóðum skálda og kemur þeim til dómnefndar.

Þöll, samstarfshópur um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum, hratt samkeppninni af stað vorið 1998, þá sem ljóða- og smásagnakeppni. Ári síðar var ákveðið að hafa einungis ljóðasamkeppni og hlaut hún þá nafnið Ljóð unga fólksins.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna hafa nú tekið við keflinu og er þetta í sjöunda sinn sem keppnin er haldin. Gefin verður út bók með verðlaunaljóðunum ásamt úrvali ljóða úr keppninni eins og gert hefur verið í fyrri keppnum. Að þessu sinni sér samstarfshópur forstöðumanna skóla- og almenningssafna í Kópavogi um val ljóða og útgáfu bókarinnar.

Þátttakendum er skipt niður í tvo aldurshópa, 9-12 ára og 13-16 ára, og getur hver þátttakandi skilað inn mest þremur ljóðum. Verðlaun verða afhent í tengslum við Dag bókarinnar 23. apríl sem er í Viku bókarinnar.

Skilafrestur er til 1. desember 2012. Verðlaunaafhending fer fram í þeim almenningsbókasöfnum eða skólasöfnum sem taka þátt og eru staðsett næst verðlaunahöfum.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025