Byggja á Vallarheiði
Síðustu misseri hefur verið unnið að því að breyta herstöð í háskólasamfélag á Keflavíkurflugvelli. Í þeirri umbreytingu hefur þó aðeins verið notast við byggingar sem fyrir eru á svæðinu. Sagt var að það yrðu tíðindi þegar fyrsta nýja byggingin myndi rísa á háskólasvæðinu. Hún hefur núna risið!
Við eina að byggingum gömlu herstöðvarinnar hefur ungur athafnamaður byggt sér kofa í skjóli undir húsvegg á yfirgefnu húsi. Þetta gerist þrátt fyrir að enn séu fjölmargar íbúðir á lausu á Vallarheiði, eins og gamla varnarsvæðið er kallað í dag. Kannski að þessi ungi íbúi á heiðinni hafi viljað búa í einbýli…