Byggir á vináttu og trausti
-Sveinn Alfreðsson er nýráðinn skólastjóri í Stóru-Vogaskóla.
Skólastjóraskipti urðu í Stóru-Vogaskóla í sumar þegar Sveinn Alfreðsson tók við stjórnartaumunum af Snæbirni Reynissyni. Sveinn hafði áður yfirumsjón með fjölgreinanámi í Lækjarskóla en sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta nýja verkefni væri afar spennandi.
„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur í upphafi vetrarstarfsins,“ segir Sveinn og vísar til þess að þegar hann tók við starfinu þann 1. ágúst vantaði enn sjö kennara til starfa. Hann tók því til þess ráðs að ráða þá sem höfðu sótt um önnur störf við skólann en höfðu engu að síður menntun að baki.
„Ég fann það líka strax að það er mikil þróun í gangi hér í skólanum og mikill hugur í fólki að byggja upp gott og kraftmikið skólastarf. Þá er líka mikill velvilji hjá bæjaryfirvöldum gagnvart okkar starfi og ég er stoltur af því að segja að matur í skólanum er foreldrum að endurgjaldslausu. Með því er verið að hugsa að foreldrar geti í þess í stað styrkt félagslífið í skólanum.“ Sveinn hefur þessar fyrstu vikur og mánuði vetrarins verið að vinna sína eigin áhersluþætti inn í skólastarfið. Hann segir börnin hafa tekið sér afar vel. „Ég er samt ekki alltaf góði kallinn en það sem ég byggi á er vinátta við börnin og gegnkvæmt traust.“ Á meðal skemmtilegra nýjunga í ár er samverustund 1.-7. bekkjar í Tjarnasal á föstudögum. Þar sér einn bekkur í einu um söngatriði og hefur þessi nýjung mælst afar vel fyrir.
Mikil áhersla er lögð á tónlist í skólanum því nýstofnaður kór skólans hefur hlotið góðar viðtökur og margir mætt á fystu æfingu. Auk þess hefur verið auglýst eftir nýjum skólasöng fyrir Stóru-Vogaskóla sem og nýju merki.
Fjölgreinadeildin er einnig nýjung í Vogum og mun Sveinn stýra þeirri deild sjálfur, en í haust hefur verið mörkuð ný stefna í skólastarfinu. Sú gengur undir nafninu SMT, eða skólafærni.
Um er að ræða kerfi til að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun barna með því að kenna og þjálfa félagsfærni og umbuna fyrir góða hegðun.
„Til dæmis geta börnin unnið sér inn stig sem þau geta svo notað í umbun eins og stutt ferðalag eða eitthvað þess háttar. Ef nemandinn nær því hins vegar ekki, getur hann þó byrjað aftur að safna fyrir næsta skipti því allir byrja með hreint borð eftir hvert skipti og eiga möguleika á að vinna sér inn umbun.“ Í SMT felst einnig að setja skýrar reglur fyrir hvert svæði innan skólans og að þjálfa þær til að ekki fari á milli mála hvað felist í þeim. Einnig að allir aðilar geti komið auga á vandamál og gripið inní áður en það verður óyfirstíganlegt. Það er fjögurra ára verkefni að koma verkefninu á fullt þannig að mikið verker enn óunnið í því.
Samfara SMT býður skólinn upp á PMT, annan meið af sömu hugmyndafræði, sem miðar að því að aðstoða foreldra við að nýta sér „verkfærin“ sem notuð eru í skólanum.
„Svo reynum við líka að draga gildi skólans inn í þetta verkefni,“ segir Sveinn. „Þau eru virðing, vinátta og velgengni. Mér finnst þau segja margt og finnst afar vænt um þau.“ Eins og alltaf þegar nýir siðir koma með nýju fólki gengur á ýmsu en Sveinn segist ánægður með hvernig kerfið hefur gengið þessar fyrstu vikur.
„Það er nú einu sinni þannig að við erum bara rétt að byrja. Það er afar gaman að reyna að finna lausnir og leiðir í starfinu og mikilvægt að staðna ekki því skóli verður að sækja fram. Við eigum eftir að vinna í ýmsum málum og erum nú að reyna að bæta aðstöðuna á unglingadeildinni.
Okkur vantar ýmislegt þar eins og hljómtæki, gítar eða einhver önnur hljóðfæri, og sófa. Við ætlum að auglýsa og vonumst til að fá fyrirtæki eða einstaklinga í lið með okkur. Svo ætlum við að byggja enn frekar upp foreldrastarfið, en umfram allt viljum við að krakkarnir séu stolt af því að vera í Stóru-Vogaskóla.“ Sveinn rýnir að lokum enn lengra inn í framtíðina og segir markmið skólastarfs frekar einföld í grunninn. „Skóli er að vissu leyti eins og verksmiðja. Krakkarnir koma inn í skólann og ef allt gengur að óskum koma þau þaðan út andlega og líkamlega reiðubúin til að taka þátt í þjóðfélaginu og verða loks hamingjusamir einstaklingar sem eru á réttri hillu í lífinu.“
Texti og myndir/Þorgils
Skólastjóraskipti urðu í Stóru-Vogaskóla í sumar þegar Sveinn Alfreðsson tók við stjórnartaumunum af Snæbirni Reynissyni. Sveinn hafði áður yfirumsjón með fjölgreinanámi í Lækjarskóla en sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta nýja verkefni væri afar spennandi.
„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur í upphafi vetrarstarfsins,“ segir Sveinn og vísar til þess að þegar hann tók við starfinu þann 1. ágúst vantaði enn sjö kennara til starfa. Hann tók því til þess ráðs að ráða þá sem höfðu sótt um önnur störf við skólann en höfðu engu að síður menntun að baki.
„Ég fann það líka strax að það er mikil þróun í gangi hér í skólanum og mikill hugur í fólki að byggja upp gott og kraftmikið skólastarf. Þá er líka mikill velvilji hjá bæjaryfirvöldum gagnvart okkar starfi og ég er stoltur af því að segja að matur í skólanum er foreldrum að endurgjaldslausu. Með því er verið að hugsa að foreldrar geti í þess í stað styrkt félagslífið í skólanum.“ Sveinn hefur þessar fyrstu vikur og mánuði vetrarins verið að vinna sína eigin áhersluþætti inn í skólastarfið. Hann segir börnin hafa tekið sér afar vel. „Ég er samt ekki alltaf góði kallinn en það sem ég byggi á er vinátta við börnin og gegnkvæmt traust.“ Á meðal skemmtilegra nýjunga í ár er samverustund 1.-7. bekkjar í Tjarnasal á föstudögum. Þar sér einn bekkur í einu um söngatriði og hefur þessi nýjung mælst afar vel fyrir.
Mikil áhersla er lögð á tónlist í skólanum því nýstofnaður kór skólans hefur hlotið góðar viðtökur og margir mætt á fystu æfingu. Auk þess hefur verið auglýst eftir nýjum skólasöng fyrir Stóru-Vogaskóla sem og nýju merki.
Fjölgreinadeildin er einnig nýjung í Vogum og mun Sveinn stýra þeirri deild sjálfur, en í haust hefur verið mörkuð ný stefna í skólastarfinu. Sú gengur undir nafninu SMT, eða skólafærni.
Um er að ræða kerfi til að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun barna með því að kenna og þjálfa félagsfærni og umbuna fyrir góða hegðun.
„Til dæmis geta börnin unnið sér inn stig sem þau geta svo notað í umbun eins og stutt ferðalag eða eitthvað þess háttar. Ef nemandinn nær því hins vegar ekki, getur hann þó byrjað aftur að safna fyrir næsta skipti því allir byrja með hreint borð eftir hvert skipti og eiga möguleika á að vinna sér inn umbun.“ Í SMT felst einnig að setja skýrar reglur fyrir hvert svæði innan skólans og að þjálfa þær til að ekki fari á milli mála hvað felist í þeim. Einnig að allir aðilar geti komið auga á vandamál og gripið inní áður en það verður óyfirstíganlegt. Það er fjögurra ára verkefni að koma verkefninu á fullt þannig að mikið verker enn óunnið í því.
Samfara SMT býður skólinn upp á PMT, annan meið af sömu hugmyndafræði, sem miðar að því að aðstoða foreldra við að nýta sér „verkfærin“ sem notuð eru í skólanum.
„Svo reynum við líka að draga gildi skólans inn í þetta verkefni,“ segir Sveinn. „Þau eru virðing, vinátta og velgengni. Mér finnst þau segja margt og finnst afar vænt um þau.“ Eins og alltaf þegar nýir siðir koma með nýju fólki gengur á ýmsu en Sveinn segist ánægður með hvernig kerfið hefur gengið þessar fyrstu vikur.
„Það er nú einu sinni þannig að við erum bara rétt að byrja. Það er afar gaman að reyna að finna lausnir og leiðir í starfinu og mikilvægt að staðna ekki því skóli verður að sækja fram. Við eigum eftir að vinna í ýmsum málum og erum nú að reyna að bæta aðstöðuna á unglingadeildinni.
Okkur vantar ýmislegt þar eins og hljómtæki, gítar eða einhver önnur hljóðfæri, og sófa. Við ætlum að auglýsa og vonumst til að fá fyrirtæki eða einstaklinga í lið með okkur. Svo ætlum við að byggja enn frekar upp foreldrastarfið, en umfram allt viljum við að krakkarnir séu stolt af því að vera í Stóru-Vogaskóla.“ Sveinn rýnir að lokum enn lengra inn í framtíðina og segir markmið skólastarfs frekar einföld í grunninn. „Skóli er að vissu leyti eins og verksmiðja. Krakkarnir koma inn í skólann og ef allt gengur að óskum koma þau þaðan út andlega og líkamlega reiðubúin til að taka þátt í þjóðfélaginu og verða loks hamingjusamir einstaklingar sem eru á réttri hillu í lífinu.“
Texti og myndir/Þorgils