Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Byggðasafnið leitar liðsinnis við sögusöfnun
Þriðjudagur 5. október 2010 kl. 09:53

Byggðasafnið leitar liðsinnis við sögusöfnun


Bæjarbúum og áhugafólki um sögu gefst nú tækifæri til að ganga til liðs við Byggðasafn Reykjanesbæjar í nýjum húsakynnum safnsins í Ramma. Safnið leitar að einstaklingum sem hafa þekkingu og/eða áhuga á tilteknum sviðum sögunnar og vilja leggja lið við að safna, varðveita og hlúa að þeirri sögu. Lögð er áhersla á tímann frá 1930 og fram eftir 20. öldinni,  atvinnusögu, sögu fyrirtækja, félaga, stofnana og einstaklinga sem sett hafa lit á bæjarlífið. Safnið hefur áhuga á öllu því sem er talið venjulegt eða dæmigert fyrir hin ýmsu tímabil 20. aldarinnar.
Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma í Rammann en þar verður opið hús sunnudaginn 10. okt frá kl 14 til 17.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024