Byggðasafnið í Njarðvík opið daglega
Í sumar verður húsið Njarðvík og kirkjan í Innri Njarðvík opin daglega frá klukkan 13:00 til 17:00.
Þetta eru áhugaverð hús þar sem andi liðins tíma svífur yfir. Lítið hefur breyst frá því Jórunn Jónsdóttir síðasti ábúandi hússins gekk þar síðast um. Myndir af vinum og vandamönnum auk mynda af Jesú, Jóni Sigurðssyni, Hallgrími Péturssyni og danskri Húsgögn og heimilishlutir þeirra Jórunnar og manns hennar Helga Ásbjörnssonar tengja okkur við eldri tima þegar takturinn var annar.
Njarðvíkurkirkja er ein af fáum steinkirkjum á Íslandi, falleg og virðuleg í einfaldleika sínum.
Bæði þessi hús eru staðsett í gamla hluta Innri Njarðvíkur þar sem náttúran og sagan mynda öfluga heild.
Myndatexti: Í kirkjukaffi hjá Jórunni.
Myndatexti: Helga Ingimundardóttir og Einar G Ólafsson eru meðal þeirra sem taka á móti gestum í Njarðvík og kirkjunni í sumar.