Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Býður ömmu á leik í NBA
Sunnudagur 11. september 2011 kl. 13:35

Býður ömmu á leik í NBA

Ásta María Guðbergsdóttir var ein þeirra sem sendi inn sögu í borgarleik Icelandair sem lauk á föstudaginn var. Ásta María sendi inn sögu af ömmu sinni, sem hefur í áraraðir fylgst spennt með körfubolta og styður sína menn í Njarðvík af heilum hug.

Hún hefur auk þess safnað í úrklippubækur í áratugi flestu sem viðkemur körfubolta. Ástu langaði til þess að uppfylla draum ömmu sinnar sem hefur þráð í áraraðir að komast á leik í NBA deildinni. Ástu Maríu fannst tilvalið að gefa ömmu sinni þessa ferð í tilefni af áttræðisafmæli hennar nú í lok september.

Saga Ástu Maríu varð fyrir valinu að þessu sinni. Ásta María, sem rekur hundasnyrtistofuna Dekurdýr, fékk óvænta heimsókn frá Ingunni Pétursdóttur, flugfreyju, sem færði henni tíðindin og afhenti henni gjafakort á ferð til Boston. Ástu Maríu og ömmu hennar býður því skemmtileg afmælisferð á leik hjá Boston Celtics í NBA deildinni.

Borgarleik Icelandair, Uppáhaldsborgin mín, er nú lokið en þátttaka fór fram úr björtustu vonum. Hátt í 16 þúsund manns sendu inn stuttar sögur og lýsingar á sinni uppáhaldsborg.

MYND: /Eiríkur Hafdal - Myndaserían er tekin úr myndbandi sem tekið var þegar Ingunn Pétursdóttir, flugfreyja kom Ástu Maríu á óvart í vinnunni með gleðilegum tíðindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024