Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Býður öllum Innri Njarðvíkingum á tónleika
Mánudagur 12. janúar 2009 kl. 13:22

Býður öllum Innri Njarðvíkingum á tónleika

- í tilefni af 55 ára afmælis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður í Reykjanesbæ, býður vinum og vandamönnum ásamt öllum í Innri Njarðvík á tónleika 17. janúar í tilefni af 55 ára afmæli sínu.
Tónleikarnir verða haldnir í Safnaðarheimilinu Innri Njarðvík. Á tónleikunum leika nokkrir af fremstu jazz leikurum landsins með Guðmundi R og má þar nefna Guðmund
Steingrímsson á trommur, Jón Páll Bjarnason á gítar, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, Karl Möller á píanó og Geir Ólafsson á kongur. Á tónleikunum verður eingöngu flutt
tónlist eftir Guðmund R í salsa og suðrænum jazz útsetningum. Að sjálfsögðu er engin aðgangseyrir að tónleikunum, en allar afmælisgjafir eru vinsamlegast afþakkaðar.
Húsið opnar kl. 19.55 laugardagskvöldið 17. janúar og eru allir velkomnir.