Búskaparhættir Garðmanna sýndir á Garðskaga
Í Garðinum hefur verið starfrækt byggða- og sjóminjasafn frá því í nóvember 1995, en þar eru munir sem sýna búskaparhætti Garðsbúa og ýmislegt annað sem tilheyrt hefur lífi þeirra.Hæst ber þó vélasafn með 16 vélum, aðallega gömlum bátavélum sem allar eru gangfærar. Utan við safnið eru fjórir fiskibátar af mismunandu gerðum, þ.á.m. 10 tonna fiskibátur sem er um 30 ára gamall. Inni á safninu er m.a. yfir 100 ára gamall trérennibekkur, sem vakið hefur mikla athygli safngesta. Fyrir miðju safni stendur 87 ára gamall áttæringur, en einnig eru á safninu hlutir úr skipi sem strandaði á Garðskagaflösinni, en það var smíðað árið 1886.Opnunartímar safnsins í sumar er klukkan 13-17 alla daga fram til 1. september og eru Garðskagavitarnir einnig opnir gestum á sama tíma.