Busar festir við ljósastaura og auglýsingaskilti
Hin árlega busavígsla Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram í gær, eins og áður hefur verið greint frá hér á vef Víkurfrétta. Víða um bæinn mátti sjá busa sem voru niðurlægðir á ýmsan máta. Meðal annars voru busarnir festir við ljósastaura á Hafnargötunni í Keflavík og einnig við auglýsingaskilti á hringtorgi í bænum.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í gær þar sem busar fengu bað, fastir við ljósastaur og af öðrum sem var kolfastur á auglýsingaskilti við götuna.