Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Burtfarartónleikar í Safnaðarheimilinu í Sandgerði – Sá fyrsti í sögu skólans
Miðvikudagur 30. mars 2011 kl. 10:13

Burtfarartónleikar í Safnaðarheimilinu í Sandgerði – Sá fyrsti í sögu skólans

Vilhjálmur Skúlason, gítarnemandi við Tónlistarskóla Sandgerðis, heldur framhaldsprófstónleika sína í Safnaðarheimilinu í Sandgerði laugardaginn 2. apríl nk. kl. 13:00. Tónleikarnir eru partur af námi hans en jafnframt burtfarartónleikar hans frá skólanum.

Tónlistarunnendur eru beðnir um að láta þennan merka viðburð ekki fram hjá sér fara. Vilhjálmur er fyrsti nemandinn sem útskrifast frá Tónlistarskóla Sandgerðis og svo skemmtilega vill til að það er 30 ára afmæli skólans þetta árið.

Efnisskráin verður fjölbreytt og er aðgangur ókeypis öllum. Allir hjartanlega velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024