Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Burt með kísilverið
Sunnudagur 23. júlí 2017 kl. 06:00

Burt með kísilverið

-Friðrik Daði Bjarnason svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

Hvað ertu að bralla þessa dagana?
„Ég er í námi í Danmörku í tíu vikur í senn og þess á milli vinn ég sem flugvirki fyrir Icelandair.“

Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjunum?
„Það besta eru ættingjarnir, veðurblíðan og stutt í allt. Það var ekkert mál að vera úti að leika með vinunum þegar maður var yngri.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn eða þá sem búa ekki hér, hvað væri það?
„Ef ég þyrfti að velja eitt þá væri það Bláa lónið. Það er alveg einstakt og ekki margir staðir í heiminum þar sem maður getur notið þess að vera í heitu lóni með ótrúlega fallega náttúru í kring.“

Hvað ætlarðu að gera í sumar?
„Ég ætla að vinna allt sumarið og reyna að kíkja eitthvað út á land yfir helgarnar, en mikilvægast er að komast í Flatey á Breiðafirði. Það er algjör paradís.“

Hvað finnst þér betur mega fara í bænum?
„Þetta er einfalt, burt með kísilverið. Það á engan veginn heima svona nálægt byggð. Ég man ekki hvenær ég gaf grænt ljós á það að vera tilraunardýr og ég held að flest allir í þessu bæjarfélagi gætu sagt slíkt hið sama.“