Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bullandi hæfileikar í skemmtilegri söngkeppni
Söngvararnir sem komust áfram. Frá vinstri: Jóhanna Rut, Sigríður Eydís, Anna Thelma og Freyja, Heba Guðrún og Berta Sóley.
Mánudagur 9. febrúar 2015 kl. 08:53

Bullandi hæfileikar í skemmtilegri söngkeppni

Frábær stemmning var í undankeppni söngkeppnis Samfés og Kragans sem haldin var í Grunnskóla Grindavíkur á föstudagskvöldið á vegum félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar. Ellefu atriði frá átta félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum, Garðabæ, Álftanesi og Mosfellsbæ börðust um fjögur sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Frá þessu er greint á vefsíðu Grindavíkurbæjar. 

Vel á þriðja hundrað ungmenni mættu á söngkeppnina. Að henni lokinni var svo haldið ball þar sem DJ Sveppz lék fyrir dansi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valdimar tók lagið og hann sat einnig í dómnefnd ásamt Halldóri Lárussyni og Eurovision keppendunum Einari Ágúst Víðissyni og Daníel Óliver Sveinssyni.

Dómnefndinni var vandi á höndum því atriðin voru hvert öðru betra. Fyrir hönd Þrumunnar söng Inga Bjarney Óladóttir og stóð hún sig með mikilli prýði en komst ekki áfram.

Atriðin fjögur sem komust áfram voru:

Selið frá Seltjarnarnesi, Heba Guðrún Guðmundsdóttir og Berta Sóley Sigtryggsdóttir.

Fjörheimar úr Reykjanesbæ, Sigríður Eydís Gísladóttir.

Bólið í Mosfellsbæ, Anna Thelma Stefánsdóttir og Freyja Gunnarsdóttir.

Fjörheimar úr Reykjanesbæ, Jóhanna Ruth Luna Jose.

Inga Bjarney söng lagið Á vængjum englanna.

Dómnefndin og kynnirinn. Frá vinstri; Valdimar, Einar Ágúst, Daníel Óliver, Halldór og Sverrir Ómar (DJ Sveppz).

Daníel Óliver í dómnefndinni hreifst með og dansaði uppi á borðum.

http://grindavik.is/s/15775Fleiri myndir eru hér.