Búinn til í BNA?
Um þessar mundir er söngleikurinn „Made in USA“ sýndur í Lofkastalanum. Þessi sýning hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem er eftirtektarvert þar sem hún er sett upp af Verzlunarskólanemum. Sýningar Verzlunarskólans hafa yfirleitt vakið mikla athygli sem skýrist ekki síst af því að einvala lið nemenda kemur að þessu verkefni. Einn af aðalmönnunum á bak við tjöldin í ár er Keflvíkingurinn Guðjón Kjartansson sem situr í nemendamótsnefnd sem stýrir þessu öllu saman. Ég hitti Gaua nemó niður í nemendakjallara Verzlunarskólans og spurði hann út í hitt og þetta.Hver er Gaui nemó?
„Gaui nemó er Keflvíkingur í húð og hár, reyndar fæddur í Reykjavík árið 1983, en foreldrar mínir eru Kjartan Már Kjartansson starfsmannastjóri hjá IGS og Jónína Guðmundsóttir“. Gaui segir að viðskiptin hafi heillað og ekki síst félagslífið þegar komið var að því að velja framhaldsskóla „ég hafði mikið verið í félagslífinu í grunnskóla og var búinn að gera mér grein fyrir því hversu mikilvægt það er og því kom ekkert annað til greina en Verzló“. Þegar ég spyr hann hvort krakkarnir í Keflavík hafi verið með einhverja fordóma út í hann fyrir að hafa farið í snobbskóla í bænum frekar en FS þá svarar hann því játandi „yfirleitt meira í gríni en alvöru held ég, auðvitað eru alltaf vissir fordómar sem hann tekur með fyrirvara, og ég sé svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun minni“.
En hvernig eru svo Verzlingar?
„Þeir eru bara eins og annað fólk, það ber ekki eins mikið á þessu snobbi eins og kannski var hérna áður fyrr, við klæðum okkur eins og annað fólk og því ekkert hægt að skilgreina okkur neitt öðruvísi“. Guðjón flutti í bæinn nú í haust og segir það hafa verið mikla breytingu „ég hef eignast alveg ógrynni af góðum vinum hérna í bænum og eftir að ég ákvað að fara í þessa sýningu af krafti þá kom ekkert annað til greina, ég hafði verið svokallaður pr-maður öll mín ár í Verzló en hafði ekki getað tekið þátt af eins miklum krafti og ég hefði viljað vegna þess að ég bjó auðvitað fyrir sunnan, það er allt annað að búa í bænum heldur en að aka Reykjanesbrautina á hverjum degi“. Gaui segir að unglingar í Keflavík og Reykjavík séu í sjálfu sér ekkert svo frábrugðnir, það sé aðallega vegna þess að menningin sé öðruvísi og í Reykjavík þekkja ekki allir alla og ekki eins mikið um kjaftasögur og leiðindi eins og oft vill vera í litlum samfélögum.
Hvernig er svona venjuleg vika hjá Gauanum?
„Það er í rauninni ekkert sem heitir venjulega vika, í janúar t.d mætti ég í fyrstu tvo-þrjá tímana ef þeir voru mikilvægir og svo var unnið sleitulaust langt fram á nótt því það eru ýmis verk sem þarf að vinna á nóttunni eins og að hengja upp plaköt og annað. Svo leyfði maður sér að sofa út daginn eftir, skólinn er svona að detta inn núna en kennararnir hafa mikinn skilning á því hversu mikill skóli þetta er í raun og veru sem er bara gott mál“. Hann segist svo reyna að skemmta sér um helgar hvort sem það er í Keflavík eða í bænum, og reyna að vinna upp skólann að einhverju leyti.
En hvað gerir þú nákvæmlega í sambandi við þessa sýningu?
„Ég er titlaður auglýsingastjóri en svo er maður raunar í öllu. Ég hef hoppað inn sem sviðsmaður á sýningu og svo er maður að skipuleggja hinar og þessar uppákomur t.d koma okkur á framfæri í blöðum og sjónvarpi, selja miða í fyrirtæki og allt sem tengist markaðssetningu í raun og veru“. Guðjón segir sýninguna núna vera frábrugðna sýningum undanfarinna ára að því leytinu til að engin ein tónlistarstefna er tekinn fyrir. Þetta er söngleikur með amerísku ívafi sem er fullur af sprengjum og látum, dansi, söng og bara brjálað stuð allan tímann.
Af hverju ætti fólk að fara á Made in USA?
„Fólk sem hefur ekki séð Verzlósýningar verður að gera sér grein fyrir því að þetta eru ekki sömu formlegheit og í atvinnumannaleikhúsunum, þarna förum við skrefinu lengra þó gæðin séu á við alvörusýningar. Það er rosalegur kraftur í krökkunum og þau eru ekki að gera þetta fyrir peninga heldur vegna þess að þeim finnst þetta svo gaman og það skilar sér til áhorfenda“.
Eins og flestir vita þá fylgir oft mikil kvenhylli í kjölfar svona velgengni, ég tala nú ekki um menn sem eru með piparsveinaíbúð á besta stað í bænum en Guðjón segir að því miður hafi ekki orðið nein róttæk bylting í þeim efnunum.
Heldurðu að nálægð þín við kanann hafi eitthvað haft með það að gera að þið ákváðuð að setja upp söngleik með amerísku ívafi?
„Já, ég get nú sagt þér að ég var í ágætri aðstöðu þegar komið var að því að selja mönnum eins og Jóni Gnarr handritshöfundi þessa hugmynd þar sem ég þekkti margar af þessum týpum sem verið er að gera grín af, það koma meira að segja til greina á tímabili að þetta myndi hreinlega gerast í Keflavík þar sem Keflavík er bara Ameríka Íslands. Maður er einn af þeim sem ákváðu þetta á endanum þannig að það hefur ábyggilega haft eitthvað að segja“.
Gaui segist vera í stjórn Félags ungra Framsóknarmanna en segir ekki vera mikinn mun á stjórnarflokkunum og hann sé ekkert að fara að skipta um pólitíska skoðun fram að kosningum.
En eiga framsóknarmenn ekki undir högg að sækja, og eru til einhverjir ungir framsóknarmenn í dag? „Ja ég er ungur og þeir eru alveg til. Það virðist samt alltaf vera þannig að þegar það eru tvær stórar fylkingar þá er þetta keppni eins og KR-Valur og fólk gefur sér að það sé aðeins um tvennt að velja. Það koma lægðir og það koma góðir tímar en þetta á allt eftir að koma í ljós þegar líður að kosningum“. Guðjón segir að fólk eigi eftir að átta sig á því að núverandi ríkisstjórn sé að gera góða hluti en auðvitað má alltaf breyta einhverju, annars væri eitthvað að.
Guðjón segist fylgjast vel með boxi og auðvitað körfuboltanum og les reglulega um það hvernig Keflvíkingum sé að ganga. „Ég hef samt mikla óbeit á fótbolta, enda er ég ekkert góður, fótbolti er ekki fyrir mig“. Hann velur samt frekar að lesa viðskiptablaðið heldur en íþróttasíðurnar ef út í það er farið.
Áður en ég kveð þennan
skelegga pilt sem greinilega er að hafa gaman að því sem hann er að gera vill hann
hvetja sem flesta til þess að skella sér á þessa frábæru sýningu í Loftkastalanum, Made in USA og panta sér miða í síma 552-3000. Við þökkum Gaua nemó fyrir gott spjall og vonum að honum gangi vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur eftir að hann útskrifast úr Verzlunarskólanum nú í vor.
Texti: Breki Logason
„Gaui nemó er Keflvíkingur í húð og hár, reyndar fæddur í Reykjavík árið 1983, en foreldrar mínir eru Kjartan Már Kjartansson starfsmannastjóri hjá IGS og Jónína Guðmundsóttir“. Gaui segir að viðskiptin hafi heillað og ekki síst félagslífið þegar komið var að því að velja framhaldsskóla „ég hafði mikið verið í félagslífinu í grunnskóla og var búinn að gera mér grein fyrir því hversu mikilvægt það er og því kom ekkert annað til greina en Verzló“. Þegar ég spyr hann hvort krakkarnir í Keflavík hafi verið með einhverja fordóma út í hann fyrir að hafa farið í snobbskóla í bænum frekar en FS þá svarar hann því játandi „yfirleitt meira í gríni en alvöru held ég, auðvitað eru alltaf vissir fordómar sem hann tekur með fyrirvara, og ég sé svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun minni“.
En hvernig eru svo Verzlingar?
„Þeir eru bara eins og annað fólk, það ber ekki eins mikið á þessu snobbi eins og kannski var hérna áður fyrr, við klæðum okkur eins og annað fólk og því ekkert hægt að skilgreina okkur neitt öðruvísi“. Guðjón flutti í bæinn nú í haust og segir það hafa verið mikla breytingu „ég hef eignast alveg ógrynni af góðum vinum hérna í bænum og eftir að ég ákvað að fara í þessa sýningu af krafti þá kom ekkert annað til greina, ég hafði verið svokallaður pr-maður öll mín ár í Verzló en hafði ekki getað tekið þátt af eins miklum krafti og ég hefði viljað vegna þess að ég bjó auðvitað fyrir sunnan, það er allt annað að búa í bænum heldur en að aka Reykjanesbrautina á hverjum degi“. Gaui segir að unglingar í Keflavík og Reykjavík séu í sjálfu sér ekkert svo frábrugðnir, það sé aðallega vegna þess að menningin sé öðruvísi og í Reykjavík þekkja ekki allir alla og ekki eins mikið um kjaftasögur og leiðindi eins og oft vill vera í litlum samfélögum.
Hvernig er svona venjuleg vika hjá Gauanum?
„Það er í rauninni ekkert sem heitir venjulega vika, í janúar t.d mætti ég í fyrstu tvo-þrjá tímana ef þeir voru mikilvægir og svo var unnið sleitulaust langt fram á nótt því það eru ýmis verk sem þarf að vinna á nóttunni eins og að hengja upp plaköt og annað. Svo leyfði maður sér að sofa út daginn eftir, skólinn er svona að detta inn núna en kennararnir hafa mikinn skilning á því hversu mikill skóli þetta er í raun og veru sem er bara gott mál“. Hann segist svo reyna að skemmta sér um helgar hvort sem það er í Keflavík eða í bænum, og reyna að vinna upp skólann að einhverju leyti.
En hvað gerir þú nákvæmlega í sambandi við þessa sýningu?
„Ég er titlaður auglýsingastjóri en svo er maður raunar í öllu. Ég hef hoppað inn sem sviðsmaður á sýningu og svo er maður að skipuleggja hinar og þessar uppákomur t.d koma okkur á framfæri í blöðum og sjónvarpi, selja miða í fyrirtæki og allt sem tengist markaðssetningu í raun og veru“. Guðjón segir sýninguna núna vera frábrugðna sýningum undanfarinna ára að því leytinu til að engin ein tónlistarstefna er tekinn fyrir. Þetta er söngleikur með amerísku ívafi sem er fullur af sprengjum og látum, dansi, söng og bara brjálað stuð allan tímann.
Af hverju ætti fólk að fara á Made in USA?
„Fólk sem hefur ekki séð Verzlósýningar verður að gera sér grein fyrir því að þetta eru ekki sömu formlegheit og í atvinnumannaleikhúsunum, þarna förum við skrefinu lengra þó gæðin séu á við alvörusýningar. Það er rosalegur kraftur í krökkunum og þau eru ekki að gera þetta fyrir peninga heldur vegna þess að þeim finnst þetta svo gaman og það skilar sér til áhorfenda“.
Eins og flestir vita þá fylgir oft mikil kvenhylli í kjölfar svona velgengni, ég tala nú ekki um menn sem eru með piparsveinaíbúð á besta stað í bænum en Guðjón segir að því miður hafi ekki orðið nein róttæk bylting í þeim efnunum.
Heldurðu að nálægð þín við kanann hafi eitthvað haft með það að gera að þið ákváðuð að setja upp söngleik með amerísku ívafi?
„Já, ég get nú sagt þér að ég var í ágætri aðstöðu þegar komið var að því að selja mönnum eins og Jóni Gnarr handritshöfundi þessa hugmynd þar sem ég þekkti margar af þessum týpum sem verið er að gera grín af, það koma meira að segja til greina á tímabili að þetta myndi hreinlega gerast í Keflavík þar sem Keflavík er bara Ameríka Íslands. Maður er einn af þeim sem ákváðu þetta á endanum þannig að það hefur ábyggilega haft eitthvað að segja“.
Gaui segist vera í stjórn Félags ungra Framsóknarmanna en segir ekki vera mikinn mun á stjórnarflokkunum og hann sé ekkert að fara að skipta um pólitíska skoðun fram að kosningum.
En eiga framsóknarmenn ekki undir högg að sækja, og eru til einhverjir ungir framsóknarmenn í dag? „Ja ég er ungur og þeir eru alveg til. Það virðist samt alltaf vera þannig að þegar það eru tvær stórar fylkingar þá er þetta keppni eins og KR-Valur og fólk gefur sér að það sé aðeins um tvennt að velja. Það koma lægðir og það koma góðir tímar en þetta á allt eftir að koma í ljós þegar líður að kosningum“. Guðjón segir að fólk eigi eftir að átta sig á því að núverandi ríkisstjórn sé að gera góða hluti en auðvitað má alltaf breyta einhverju, annars væri eitthvað að.
Guðjón segist fylgjast vel með boxi og auðvitað körfuboltanum og les reglulega um það hvernig Keflvíkingum sé að ganga. „Ég hef samt mikla óbeit á fótbolta, enda er ég ekkert góður, fótbolti er ekki fyrir mig“. Hann velur samt frekar að lesa viðskiptablaðið heldur en íþróttasíðurnar ef út í það er farið.
Áður en ég kveð þennan
skelegga pilt sem greinilega er að hafa gaman að því sem hann er að gera vill hann
hvetja sem flesta til þess að skella sér á þessa frábæru sýningu í Loftkastalanum, Made in USA og panta sér miða í síma 552-3000. Við þökkum Gaua nemó fyrir gott spjall og vonum að honum gangi vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur eftir að hann útskrifast úr Verzlunarskólanum nú í vor.
Texti: Breki Logason