Búin að selja milljón plötur
Staðfest hefur verið að plata hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, My Head Is an Animal, hefur samtals selst í yfir einni milljón eintaka. Það þýðir að hljómsveitin mun fá afhenta platínumplötu fyrir vikið. Í Bandaríkjunum hafa selst yfir 650.000 eintök og 1,2 milljónir eintaka af smáskífu lagsins Little talks.
Þessa dagana ferðast hljómsveitin um heiminn á tónleikaferðalagi.