Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Búðu til þína eigin dagskrá fyrir Ljósanótt
Skjáskot af appinu
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 2. september 2022 kl. 11:14

Búðu til þína eigin dagskrá fyrir Ljósanótt

Gest­um Ljósanætur býðst nú að búa til sína eig­in Ljósanæt­ur­dag­skrá í Gjugg-app­inu og fá þannig kort og upp­lýs­ing­ar um hvert þeir vilja fara og hvenær. Appið veitir upplýsingar um alla viðburði á öllum sviðum. 

Þórarinn Stefánsson vinnur hjá Mobilitus en það er fyrirtæki sem hefur einbeitt sér að rekstri miðasölukerfa og markaðssetningar viðburða víða um heim undanfarinn áratug. Þórarinn gerði appið Gjugg og segir hann það bjóða upp á þægindi því þar er hægt að stytta lista yfir viðburði sem eru í boði og stíla þannig inn á sitt áhugasvið. Það getur komið til góðs þar sem um það bið 180 atriði eru á hátíðinni í ár.

Þórarinn Stefánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við lesum viðburðagrunn Ljósanætur inn í safnið hjá okk­ur, sem núna tel­ur um 6.500 framtíðarviðburði á land­inu og rétt inn­an við 400 þúsund viðburði á heimsvísu,“ seg­ir Þór­ar­inn og bætir við: „Svo bæt­um við við öllu hinu sem fólk hefur sett upp í tilefni Ljósanætur.“
 
Gjugg appið og viðburðagrunnurinn sem það byggir á hluti af vöruþróun Mobilitus sem ætlað er að auðvelda aðgengi fólks á litlum markaðssvæðum að upplýsingum um eitthvað skemmtilegt að gera í grennd.

„Við teljum okkur vera búin að finna leið til að veita góða þjónustu á mörkuðum sem enginn telur svara kostnaði að sinna,“ segir Þórarinn. Hann segir einnig að með því að nýta gervigreind og máltækni til að flokka upplýsingarnar sem inn í kerfið koma frá stórum alþjóðlegum miðasölukerfum og viðburðagrunnum eins og hjá borginni, sé hægt að miðla þeim aftur út til fólks í gegnum öpp eins og Gjugg og til staðbundinna vefmiðla.

„Það styrkir stoðir svæðisbundinna miðla í baráttunni við kerfi eins og Facebook og hjálpar viðburðahöldurum að fá fleiri áhorfendur en ella,“ segir Þórarinn.

Gjugg appið er ókeypis og finnst á https://gjugg.is