Bubbi með tvenna tónleika
Hinn eini sanni Bubbi Morthens mun halda tvenna tónleika á Suðurnesjunum á næstunni en tónleikarnir eru hluti af landsbyggðartúr Bubba.
Laugardaginn þann 5. nóvember mun Bubbi spila í Grindavíkurkirkju og á sunnudeginum 6. verður hann staddur í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og er miðasala á midi.is og við innganginn, verð er krónur 2.500.