Bubbi í Sandgerði í kvöld
Í kvöld spilar Bubbi Morthens í Sandgerði í kvöld og fara tónleikarnir fram í Safnaðarheimili Sandgerðis. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og má búast við góðum tónleikum eins og alltaf þegar Bubbi á í hlut. Hann hefur ekki haldið tónleika í Sandgerði um alllangt skeið og án efa munu Sandgerðingar fjölmenna á tónleikana. Miðaverð er 1.500 krónur.