Brynjólfsmessa:Stórkostlegt og áhrifamikið verk
Brynjólfsmessa, tónsmíð Gunnars Þórðarsonar, var í dag frumflutt fyrir fullu húsi í húsnæði Íþróttaakademíunar í Reykjanesbæ. Verkið sjálft er áhrifamikið og flutningurinn var hreint út sagt stórkostlegur en hann er í höndum kóra Keflavíkur, Skálholts- og Grafarvogskirkna, auk þess sem barnakórar kirknanna koma við sögu. Einsöngvarar eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhannes Friðgeir Valdimarsson. Undirleik annast kammersveitin Jón Leifs Cammerata en verkinu er stjórnað af organista hverrar heimakirkju fyrir sig og því kom það í hlut Hákons Leifssonar í dag.
Messan er helguð minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar en í fyrra voru liðin 400 ár frá fæðingu hans.
Mynd: Frá flutningi Brynjólfsmessu í dag. Áhorfendur sátu sem dáleiddir enda verkið áhrifamikið og flutningurinn stórkostlegur.
VF mynd: Ellert Grétarsson