Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

BRYN Listdansskóli Reykjanesbæjar er 2ja ára
Föstudagur 10. september 2010 kl. 10:26

BRYN Listdansskóli Reykjanesbæjar er 2ja ára

Listdansskóli Reykjanesbæjar, BRYN Ballett Akademían á tveggja ára afmæli á morgun. Skólinn er staðsettur á Flugvallarbraut 733 á Ásbrú. Bryndís Einarsdóttir eigandi og stjórnandi BRYN opnaði skólann fyrst í íþróttahúsinu á Ásbrú árið 2008.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðasta ári flutti skólinn síðan í hússnæði fyrrum skotfærageymslu varnarliðsins, nemendum hefur fjölgað reglulega og eru yfir 200 nemendur í dansnámi. Þetta er faglegur og metnaðarfullur skóli sem viðmiðar kennslu sína við aðalnámskrá menningar- og menntamálaráðuneytis fyrir listdansskóla.

Í tilefni dagsins er nemendum, foreldrum og gestum boðið í heimsókn á milli kl. 14:00-16:00.


Nemendur sýna danslistir sínar fyrir gesti kl. 14:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Heimasíða skólans: www.bryn.is