Bryan Ferry sagði Bláa lóns heimsókn toppinn í Íslandsferð

Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry sem hélt tvenna tónleika í Íslandsheimsókn sinni um síðustu helgi heimsótti Bláa Lónið í gær á leið sinni út á flugvöll ásamt fylgdarliði sínu. Í samtali sínu við starfsmann sagði hann Bláa Lónið hafa verið einn af hápunktum ferðarinnar til Íslands.
Ferry fékk glimrandi góða dóma fyrir tvenna tónleika sem fram fóru í Hörpu. Kappinn er í hörku formi, 66 ára gamall og þótti fara á kostum á tónleikunum. Meðfylgjandi mynd var tekin af kappanum í Bláa lóninu í gær.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				