Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bryan Ferry sagði Bláa lóns heimsókn toppinn í Íslandsferð
Miðvikudagur 30. maí 2012 kl. 12:01

Bryan Ferry sagði Bláa lóns heimsókn toppinn í Íslandsferð

Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry sem hélt tvenna tónleika í Íslandsheimsókn sinni um síðustu helgi heimsótti Bláa Lónið í gær á leið sinni út á flugvöll ásamt fylgdarliði sínu. Í samtali sínu við starfsmann sagði hann Bláa Lónið hafa verið einn af hápunktum ferðarinnar til Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ferry fékk glimrandi góða dóma fyrir tvenna tónleika sem fram fóru í Hörpu. Kappinn er í hörku formi, 66 ára gamall og þótti fara á kostum á tónleikunum. Meðfylgjandi mynd var tekin af kappanum í Bláa lóninu í gær.