Brunaæfing á Holti
Brunaæfing var haldin á leikskólanum Holti á dögunum þar sem farið var yfir hvernig skal bregðast við ef elds verður vart í húsinu.
Gott er fyrir börnin að taka þátt í slíkri æfingu til að þau kynnist réttum viðbrögðum og verði þá síður hrædd ef upp kemur raunverulegur eldsvoði.
Æfingin gekk vel og stóðu börn og starfsfólk sig einstaklega vel. Aðeins tók um eina mínútu að rýma húsið en þar voru 70 börn og 21 starfsmaður.
Ákveðin rýmingaráætlun var til staðar og starfsmenn virtust vel meðvitaðir um hana. Að lokum fengu börnin að skoða slökkviliðsbílana sem gerði góða lukku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brunaæfingar af þessu tagi eru haldnar í leikskólum Reykjanesbæjar en Brunavarnir Suðurnesja standa fyrir þessum æfingum og fara þeir árlega í alla leikskóla og halda æfingar þar.
Tekið af vef Reykjanesbæjar