Brúðusafn Helgu Ingólfsdóttur á bókasafninu
Í Bókasafni Reykjanesbæjar er nú sýnt brot af brúðusafni sem Helga Ingólfsdóttir, þroskaþjálfi, hefur gefið Byggðasafni Reykjanesbæjar.
Helga sá í mörg ár um leikfangasafn fyrir fatlaða og kynntist þá heimi leikfanga. Hún tók að viða að sér brúðum og brátt var komið saman dágott safn brúða af ýmsum gerðum flestar frá síðari hluta 20. aldar. Helga ákvað að gefa Byggðasafni Reykjanesbæjar safnið sitt. Í frétt á vefsíðu Reykjanesbæjar segir að leikföng barna séu oft vanmetnar minjar en mjög mikilvægt sé að eitthvað varðveitist af þeim á minjasöfnum. Það er því mikill fengur fyrir safnið að fá þessa höfðinglegu gjöf frá Helgu.
www.rnb.is