Brúðubílinn í Reykjanesbæ
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að bjóða börnum í Reykjanesbæ upp á tvær sýningar Brúðubílsins í sumar.
Sýningin, sem heitir Hókus Pókus verður haldin í Skrúðgarðinum við Tjarnargötu.
Fyrri sýningin verður haldin laugardaginn 14. júní kl. 13:00 og sú seinni þriðjudaginn 15. júlí.