Brosti blítt í því Bláa
Stórstjörnurnar láta Bláa Lónið ekki framhjá sér fara þegar þær eru á annað borð staddar hér á Íslandi. Hollywoodleikarinn John C. Reilly var staddur hér á landi fyrir skemmstu og baðaði sig í heilsulindinni ásamt eiginkonu sinni en þau voru ánægð með dvöl sína í Lóninu. Reilly var hér á landi í tengslum við frumsýningu á nýjustu mynd sinni A Prairie Home Companion.
Fyrir þá sem ekki þekkja til Reilly þá lék hann m.a. í Boogie Nights á móti Mark Wahlberg, The Perfect Storm þar sem George Clooney fór með aðalhlutverkið. Nýjustu stórmyndir sem Reilly hefur leikið í eru Aviator þar sem hann lék með Leonardo DiCaprio og Dark Water.
VF-eftri mynd/ www.bluelagoon.is – Reilly var ekki í vandræðum með að vippa upp brosi fyrir ljósmyndara í heilsulindinni enda geta svona stórleikarar grátið og hlegið eftir pöntunum.