Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Brons í gömlu bókabúðinni í Keflavík
Mánudagur 19. desember 2022 kl. 08:42

Brons í gömlu bókabúðinni í Keflavík

Brons er nýr sportbar sem hefur opnað við Sólvallagötu 2 í Keflavík í húsnæði þar sem Bókabúð Keflavíkur var til margra áratuga. Eigendur eru  Blue bræðurnir og fjölskyldur þeirra, Magnús Sverrir og Þorsteinn Þorsteinssynir í Blue Car rental bílaleigunni.

Formleg opnun var síðasta föstudag en framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði og í raun lengur því aðrir aðilar voru komnir langt með staðinn þegar Blue eða Brons bræður sáu tækifæri í því að kaupa hann. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdum er ekki lokið því eftir áramót verður opnaður veitingastaður þar sem boðið verður upp á létta rétti, einnig verður útbúið karókíherbergi og annar „lounge“ salur. Á Brons er pílan eitt aðal aðdráttaraflið en slíkir staðir hafa notið vinsælda í höfuðborginni. Einnig er hægt að fylgjast með íþróttaviðburðum á sjónvarpskjám. Að sjálfsögðu er bar þar sem í boði eru allir helstu drykkir. 

„Þetta er svona róleg opnun getum við sagt því við eigum eftir að bæta verulega í á staðnum, ekki síst með opnun veitingastaðar. Við vonum að bæjarbúar eigi eftir að koma og njóta veitinga og afþreyingar á nýjum stað. Það má segja að Brons sé góð viðbót í flóru veitinga- og skemmtistaða á svæðinu. Eitthvað nýtt og skemmtilegt fyrir samfélagið,“ sagði Magnús Sverrir í spjalli við Víkurfréttir sem mættu á formlega opnun en þar voru meðfylgjandi myndir teknar.

Myndsafn fylgir með fréttinni.



Brons opnar