Brögðóttur Bjúgnakrækir
Bjúgnakrækir var fimur að klifra og sat gjarnan upp í ráfri eldhúsa og graðgaði í sig bjúgu. Hann er sá níundi í röðinni til byggða og kemur í nótt.
- Níundi var Bjúgnakrækir,
- brögðóttur og snar.
- Hann hentist upp í rjáfrin
- og hnuplaði þar.
- Á eldhúsbita sat hann
- í sóti og reyk
- og át þar hangið bjúga,
- sem engan sveik.
- Jóhannes úr Kötlum.
- Íslensku jólasveinarnir eru jólavættir af tröllakyni. Foreldrar þeirra eru Grýa og Leppalúði og er Jólakötturinn húsdýrið þeirra. Hugmyndir um útlit jólasveinanna hefur verið breytilegt. Í fyrstu voru þeir taldir tröllum líkir, síðar í mannsmynd, en stórir, ljótir og luralegir.
-
Til að auðvelda íslenskum jólasveinum að muna í hvaða röð og hvaða daga þeir fara á milli húsa og gefa í skó, fengum við til liðs við okkur Huldu og Krumma hjá Raven Design til að nota myndir af jólasveinunum sem þau hafa hannað og selt. Sjá nánar vefsíðu þeirra.