Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Brjálað að gera á kósýkvöldi Betri bæjar
Laugardagur 23. nóvember 2013 kl. 08:30

Brjálað að gera á kósýkvöldi Betri bæjar

Það var rífandi stemmning og mikil traffík í verslunum í Reykjanesbæ á „kósýkvöldi“

Það var rífandi stemmning og mikil traffík í verslunum í Reykjanesbæ á „kósý kvöldi“ en tugur verslana bauð tilboð og afslætti sl. fimmutdagskvöld og var opið til kl. 22.

Að sögn Kristínar Kristjánsdóttur í versluninni Kóda hitti þetta framtak verslana í mark því margir viðskiptavinir mættu og gerðu góð kaup. Kvenfólk sem alla jafna stýrir jólainnkaupum heimilanna ætlaði greinilega að nýta þetta tækifæri og mátti sjá nokkra vinkvennahópa saman á röltinu í góða veðrinu á Hafnargötunni.

Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson á Hafnargötunni á kósýkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024