Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

 Bríet & Bandalagið með dansvæna tónlist
Þriðjudagur 11. október 2011 kl. 10:00

Bríet & Bandalagið með dansvæna tónlist


Bríet & Bandalagið er nafn á nýrri hljómsveit sem sett hefur verið á laggirnar. Hljómsveitina skipa þau Bríet Sunna Valdimarsdóttir söngur, Vignir Bergmann,  gítar og söngur og Guðbrandur Einarsson, hljómborð og söngur.  


Bríet Sunna sló í gegn á sínum tíma í Idol keppninni og hefur síðan þá verið virk í íslensku tónlistarlífi.  Vignir og Guðbrandur (Bubbi) eru reynsluboltar í bransanum, Vignir með Júdas á sínum tíma og Bubbi með Miðlunum og fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hljómsveitin mun ásamt því að spila á skemmtistöðum taka að sér spilamennsku við ýmis tilefni s. s. árshátíðir, afmæli og fl.


Hljómsveitin mun spila dansvæna tónlist sem allir ættu að geta skemmt sér við. Nánari upplýsingar veittar í síma 898 6996 (Bubbi).

Bríet & Bandalagið munu hefja leik á Ránni helgina 21. – 22. október nk.