Breyttur útivistartími barna og unglinga
Frá og með deginum í dag tekur gildi breyttur útivistartími barna og unglinga. Frá 1. maí mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22:00 og 13-16 ára unglingar er heimilt að vera úti til miðnættis. Aldur miðast við fæðingarár.
Lögreglan vekur athygli á því að börn megi ekki vera á almannafæri utan þessa tíma nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Undantekning er frá þeirri reglu fyrir 13-16 ára unglinga séu þeir á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.