Breyttu regnboga í eldgos
Í gærkvöldi kveikti Guðmundur Rúnar Lúðvíksson á vatnslistaverki sínu Regnbogadans á hátíðarsvæði Ljósanætur við Ægisgötu. Verkið er samspil vatns og ljóss sem mynda regnboga við ákveðna birtu og sjónarhorn.
Börnin í Reykjanesbær eru mörg hver afar skapandi og þessi ákváðu að útfæra verk Guðmundar með því að stinga höndum í vatnsbununa og gefa verkinu dýpri merkingu. Í ljósinu frá kösturunum var engu líkara en komið væri eldgos með miklum eldglæringum eins og sést á þessum myndum Ellerts Grétarssonar.
Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæinn í gærkvöldi en flestar myndlistarsýningarnar voru opnaðar síðdegis í gær.
----
VFmyndir/elg