Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Breyttu nafni götunnar í Ramsay street
Fimmtudagur 6. september 2012 kl. 08:43

Breyttu nafni götunnar í Ramsay street

Góðir grannar við Freyjuvelli í Reykjanesbæ.

Þeir eru sannarlega samheldnir og frumlegir nágrannarnir við Freyjuvelli í Reykjanesbæ. Íbúar við götuna eru jafnan duglegir að halda grillveislur saman á sumrin og er þá oftar en ekki brugðið aðeins á leik. Á dögunum tóku þau skrefið örlítið lengra en vanalega og breyttu nafni götunnar.

Eins og sjá má hér á meðfylgjandi myndum ættu allir sannir sápuóperuaðdáendur að kannast við nafn götunnar enda búa hinir heimsþekktu áströlsku nágrannar við Ramsay street. Einnig var komið upp skemmtilegum skiltum sem ættu að létta lundina.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25