Breytingar á veðri
Það hefur hreinlega verið útlenskur blær á veðrinu hér á Suðurnesjum síðustu daga. Hitastigið nálægt tveimur tugum dag eftir dag og vart ský á himni. Allt tekur hins vegar enda og nú spáir vætutíð næstu daga. Sem betur fer, hugsa margir og taka þar með málstað gróðursins, sem hefur ekki fengið nægan vökva síðustu daga. Meðfylgjandi myndir voru teknar annars vegar á Garðskaga og hins vegar á einu af hringtorgum Reykjanesbæjar, þar sem blómin fengu vökvun á mánudaginn.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson