Breytingar á skemmtistaðnum N1
Nú standa yfir breytingar á skemmtistaðnum N1 í Reykjanesbæ en að sögn Jóns M. Harðarssonar rekstrarstjóra N1 þá stendur til að opna staðinn meira og hafa iðnaðarmenn rifið hið svokallaða "VIP" herbergi niður og opnað út á dansgólf.Þá eru málarar að mála allan staðinn og einnig verður parket dansgólfsins leyst upp og bónað. Jón sagði þessar breytingar vera nauðsynlegar vegna þeirra fjölda gesta sem sækja staðinn um helgar, en N1 hefur notið gíurlegra vinsælda að undanförnu. Jón sagðist í samtali við Víkurfréttir búast við því að staðurinn yrði opnaður á föstudaginn n.k.