Brenton til liðs við Frístundaskólann
Vegna mikillar ásóknar hefur starfsmönnum í Frístundaskóla Reykjanesbæjar verið fjölgað um þrjá og eru þeir nú 14 talsins.
Einn af nýju liðsmönnunum vakti mikla athygli þegar hann hóf störf á leikjadegi Frístundaskólans í Reykjaneshöll sl. föstudag en þar var kominn körfuknattleiksmaðurinn Brenton J. Birmingham sem leikur með meistaraflokki Njarðvíkur.
Krakkarnir tóku Brenton fagnandi og er líklegt að körfubolti fái aukna athygli í Frístundaskólanum á næstunni.
Nú starfa 3 leiðbeinendur í hverjum Frístundaskóla í öllum grunnskólunum fjórum auk tveggja umsjónarmanna. Nemendur í Frístundaskólanum eru nú 180 talsins.
Einn af nýju liðsmönnunum vakti mikla athygli þegar hann hóf störf á leikjadegi Frístundaskólans í Reykjaneshöll sl. föstudag en þar var kominn körfuknattleiksmaðurinn Brenton J. Birmingham sem leikur með meistaraflokki Njarðvíkur.
Krakkarnir tóku Brenton fagnandi og er líklegt að körfubolti fái aukna athygli í Frístundaskólanum á næstunni.
Nú starfa 3 leiðbeinendur í hverjum Frístundaskóla í öllum grunnskólunum fjórum auk tveggja umsjónarmanna. Nemendur í Frístundaskólanum eru nú 180 talsins.