Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 27. desember 2001 kl. 11:09

Brenna í Vogum á vegum Skyggnis á gamlárskvöld

Vogabúar geta keypt sína flugelda hjá Björgunarsveitinni Skyggni og um leið stutt við starfsemina. Flugeldasalan, sem verður í Björgunarsveitarhúsinu við Akurgerði 4, hefst fimmtudaginn 27. desember kl. 18 og verður opið til kl. 22. Hina dagana opnar kl. 14 til kl. 22 nema á gamlárskvöld en þá hefst sala kl. 10 og til kl. 16. Kl. 20:30 á gamlárskvöld verður kveikt upp í áramótabrennunni og eru bæjarbúar hvattir til að mæta. Að sögn Þórðar Guðmundssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Skyggnis eru Vogabúar sæmilega skotglaðir og vonandi að salan verði svipuð og í fyrra þegar hún sló öll met. Á þrettándanum taka félög í hreppnum sig síðan til og efna til stórrar flugeldasýningar við álfabrennuna. Vogabúar og aðrir velunnarar Skyggnis eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til starfsemi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024