Breiðfirðingakórinn syngur í Sandgerði
Breiðfirðingakórinn verður með jólatónleika í Safnaðarheimili Sandgerðis á laugardaginn kemur, 12 desember, kl. 17:00.
Kórinn flytur blöndu af hressilegum sem hátíðlegum jólalögum sem flestir þekkja. Stjórnandi kórsins er Judith Þorbergsson og undirleikari er Helgi Már Hannesson. Hannah Rós Sigurðardóttir leikur með á trompet. Aðgangseyrirer kr. 1.000 og frítt fyrir börn yngri en 12 ára.