Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Breiðbandið bætir á sig
Þriðjudagur 31. ágúst 2010 kl. 15:58

Breiðbandið bætir á sig


Gleðisveitin Breiðbandið er að hefja sölu á nýjum geisladisk, þeim þriðja sem bandið gefur út. Diskurinn ber heitið Breiðandið - Bætir á sig og er þar að finna 14 gleðislagara að hætti þeirra félaga Magga Sig, Ómars Ólafssonar og Rúnars Hannah.

Breiðbandið mun verða með sölutjald við Hafnargötu 49 á Ljósanóttog selja nýjasta disk sveitarinnar. Diskurinn verður spilaður þar og meðlimir bandsins munu árita diskinn. Einnig er hægt að nálgast diskinn hjá hljómsveitarmeðlimum.

Þá mun sveitin troða upp við opnun ljósmyndasýningar Ellerts Grétarssonar í Duushúsum á fimmtudagskvöldið. Allir eru velkomnir á opnunina meðan húsrúm leyfir. Sýningin verður opnuð kl. 18:00 í Bíósalnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Facebook síða Breiðbandins er hér.