Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Breiðbandið - í síðasta sinn á Íslandi?
Þriðjudagur 14. nóvember 2006 kl. 10:19

Breiðbandið - í síðasta sinn á Íslandi?

Stórtónleikar Breiðbandsins

 

Næsta fimmtudag 16. nóv. mun Breiðbandið halda tónleika á skemmtistaðnum Yello.
Þetta er í fyrsta sinn sem Breiðbandið heldur almenna tónleika þar sem öll vinsælustu lög sveitarinnar verða leikin.  Gamlir klassíkerar eins og Hafnargatan, Úr að ofan, og Sameiginlegt eru á dagskránni ásamt lögum af nýjasta disk sveitarinnar, "Breiðbandið - Léttir á sér".

Þetta er einstakt tækifæri til að sjá hljómsveitina áður en hún heldur í víking til Ameríku.   Hljómsveitin er búin að koma víða við undanfarið bæði í sjónvarpi og útvarpi.  Lagið "Megrunarblús" hefur verið mikið spilað á Rás 2 og í síðustu viku var hljómsveitin í þættinum "6-7" á Skjá einum.  Fyrirhuguð Ameríkuferð sveitarinnar hefur vakið mikla athygli en 3. des mun Breiðbandið spila í Mall of America í Minneapolis.  Í Mall af America eru 3 svið fyrir hljómsveitir og hefur Breiðbandinu verið boðið að spila á stærsta sviðinu sem getur tekið allt að 70 manna sinfóníuhljómsveitir, á háannatíma á sunnudegi, en þar geta áhorfendur skipt þúsundum.   Það má gera ráð fyrir að ef tónleikaferðin til Ameríku tekst vel muni sveitin dvelja þar langtímum saman næstu árin.

Tónleikarnir sem nefnast "America here we come" hefjast þeir kl. 21 og er áætlað að þeim ljúki kl. 23.  Athugið takmarkað sætaframboð og það er frítt inn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024