Brauðmolar og ástardúett á Fitjum
Svanirnir á Fitjum eru í einhverjum vorhugleiðingum. Sumir þeirra máttu ekkert vera að því að borða brauðið sem þeim var gefið og þess í stað var stiginn einhverskonar ástardans á tjörninni á Fitjum.Fólk hefur verið duglegt að gefa fuglunum brauð nú um páskana og fjölmargir lagt leið sína á Fitjarnar með brauð í poka fyrir fuglana. Þeir hafa hins vegar baðað út vængjunum og átt í einhverskonar kossaflensi eða bitið hvorn annan í „rassgatið“ með miklum látum. Svona er lífið!