Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bottle of Blues kemur í verslanir á morgun
Miðvikudagur 27. júní 2007 kl. 17:20

Bottle of Blues kemur í verslanir á morgun

Geislaplatan Bottle of Blues með hljómsveitinni Klassart úr Sandgerði ætti að vera komin í hillur allra helstu hljómplötuverslana á morgun, en Geimsteinn gefur diskinn út. Í samtali við Víkurfréttir sagði Smári Guðmundson, sem fer fyrir hljómsveitinni ásamt Fríðu systur sinni, að hann væri glaður með að biðin væri loks á enda.

 

„Þetta hefur verið langt ferli sem hefur tekið svita og tár, þannig að það var gaman að fá gripinn loks í hendurnar,“ sagði Smári.

 

Klassart hefur ekki verið að spila opinberlega að undanförnu sökum veikinda gítarleikarans en Smári segist vonast til að hann verði kominn aftur í ágúst og þá fari bandið í tónleikaferðalag. Þangað til verði þau systkynin ein á ferð til að kynna plötuna.

 

Þess má geta að lag Klassart, Örlagablús er lag vikunnar á www.tonlist.is

 

Smellið hér til að sjá heimasíðu hljómsveitarinnar

 

Mynd/Gúndi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024