Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Both Ways á Tónlist.is
Mánudagur 11. janúar 2010 kl. 13:52

Both Ways á Tónlist.is

Núna rétt fyrir jól gaf Ástþór Óðinn út plötuna Both Ways. Platan inniheldur öll þau lög sem hafa verið á ljósvakamiðlum landsins s.s Windows, Í Gegnum Tímans Rás og Mamma. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögin er 14 alls og nánast öll eftir Ástþór nema Windows, þar sem Keflvíkingurinn Ingi Þór Íngibergsson réð ríkjum. Í Gegnum Tímans Rás sem var gert af Kaliforníumanninum JeeJuh. Mamma, sem plötusnúðurinn/próduserinn Andri Ramirez réð ferðinni. Síðast en ekki síst er remix af laginu It Ain´t Easy To Take This Ride eftir Ástþór Óðinn, sem var fært í annan búning af Nutra Sweet þar sem Bjössi (graffari, myndlistarmaður, próduser, hönnuður) blessaði með nærveru sinni.

Platan er tekinn upp að mestu heim hjá Ástþóri í Njarðvík, nema Í Gegnum Tímans Rás þar sem Björgvin Baldursson í Geimsteinni tók upp og einnig Windows sem var tekið upp af Inga Þóri Íngibergssyni Í Lúbba Pis í Keflavík.

Platan er prodúsuð, mixuð og masteruð af Axeli Árnassyni í Sýrlandi (Mammút, JeffWho, Björk, xxx Rottweilar Hundar) eitthvað sé nefnt. Platan er fáanlega á tonlist.is og gogoyoko.com einsog er einnig tónleikar væntanlegir innan skamms.