Börnin smakka þorramat á Hjallatúni
Það var mikið fjör á þorrablóti á leikskólanum Hjallatúni þar sem börn og starfsfólk fögnuðu þorranum. Starfsfólk leikskólans setti upp leiksýningu um Búkollu og svo komu Þorri og Kári í heimsókn og sungu með börnunum Þorraþræl og önnur skemmtileg vetrarlög.
Börnin höfðu búið til kórónur í tilefni dagsins og fengu síðar að smakka þorramat eins og hákarl, harðfisk, sviðasultu í hádeginu. Einnig fengu þau að skoða gamla muni og leikföng sem börn léku sér með hér árum áður og kynnast því hvernig fólk klæddi sig í gamla daga.
Börnin voru yfir sig hrifin af þessum gömlu siðum og klæðum og skemmtu sér konunglega á þorrablótinu. Hægt er að skoða fleiri myndir í ljósmyndasafni VF með því að smella hér.
[email protected]
Það var mikið för hjá börnunum á þorrablótinu og tóku þau vel undir sönginn.
Þorri og Kári komu í heimsókn og skemmtu börnunum.
Starfsfólk leikskólans settu upp leikrit um Búkollu.
Konurnar klæddu sig í þjóðbúninga og fræddu börnin um klæðaburð hér árum áður.