Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Börnin kynnast hestum á reiðnámskeiði Mána
Fimmtudagur 22. júlí 2010 kl. 10:25

Börnin kynnast hestum á reiðnámskeiði Mána

Nú er tími sumarnámskeiða fyrir börn. Einn valkostur þetta sumarið er að fara á reiðnámskeið hjá Hestamannafélaginu Mána í Reykjanesbæ. Þar eru nú 10-12 börn á hverju námskeiði. Sigurlaug Anna Auðunsdóttir reiðkennari sér um námskeiðin og nýtur aðstoðar ungra hestamanna frá Mána.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Börnin mæta á námskeiðið í tvo tíma á dag alla virka daga. Boðið er upp á viku- og hálfsmánaðarnámskeið. Á reiðnámskeiðinu fá þau hest til umráða sem þau sinna svo yfir allan námskeiðstímann og læra á hann. Börnin sækja hestinn í hagann, koma með hann í hús, leggja á hann og fara svo í reiðtúra. Börnin sem sækja reiðnámskeiðin eru 6-16 ára. Meirihlutinn eru börn af heimilum þar sem eru ekki til hestar og eru þau því að kynnast hestamennsku í fyrsta skipti og námskeiðin eru byggð upp fyrir almenning.

Reynslan af reiðnámskeiðunum hefur verið góð og þau sem sótt hafa námskeið í gegnum árin hafa mörg hver smitast af hestabakteríunni og eiga orðið hesta og hesthús.

Enn er hægt að skrá sig á reiðnámskeið en það er gert í síma 891 8757.

Fleiri myndir í myndasafni hér á vf.is