Mannlíf

Börnin í fyrsta bekk fengu gefins körfubolta
Fimmtudagur 11. október 2018 kl. 09:40

Börnin í fyrsta bekk fengu gefins körfubolta

Það hljóp aldeilis á snærið hjá fyrsta bekk í Grunnskóla Grindavíkur í gær þegar Erna Rún Magnúsdóttir, ásamt þeim Jordy og Mike, komu færandi hendi með körfubolta fyrir öll börn í fyrsta bekk að gjöf frá körfuknattleiksdeild UMFG. 
 
Erna Rún spilar með meistaraflokki kvenna og þjálfar drengina í 1.- 4. bekk. Mike og Jordy eru leikmenn meistaraflokks og kemur Mike, eða Michalis Liapis, frá Grikklandi, hann er bakvörður en Jordy Kuiper er miðherji og kemur frá Hollandi. 
 
Börnin voru að vonum glöð og öll sem ekki eru þegar að æfa körfu voru ákveðin í að mæta nú á æfingu, segir á vef Grindavíkurbæjar.
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024