Börnin á Tjarnarseli í Orkuátaki
Nýverið héldubörnin á Tjarnarseli sína árlegu uppskeruhátíð. Dagana áður höfðu elstu nemendur skólans farið í skólagarðana að tóku upp það sem sett hafði verið niður í vor. Kartöfluuppskeran var með besta móti en því miður varð grænmetið illa úti í næturfrostinu. Nemendurnir létu það ekki á sig fá og deildu uppskerunni með öllum skólanum. Í söngstund var dagurinn gerður hátíðlegur, nokkrir nemendur klæddu sig upp sem grænmeti og sungu grænmetisvísur. Að lokum fengu allir að smakka nokkrar grænmetistegundir í boði Grétu grænmetiskonu.