Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Börnin á Ásbrú halda hrekkjavöku á morgun
Föstudagur 30. október 2009 kl. 15:16

Börnin á Ásbrú halda hrekkjavöku á morgun

Hefð er að skapast fyrir því að halda einhverjum af skemmtilegum amerískum siðvenjunum í gangi á Ásbrú (á gamla varnarsvæðinu). Þó svo Ameríkanar séu að mestu farnir, þá lifa fáeinar siðvenjur þar ennþá.


Ein þeirra er á laugardaginn, en þá halda Bandaríkjamenn hátíðlega hrekkjavöku og má því búast við börnum í hinum ýmsu hryllingsbúningum, gangandi um svæðið eftir að dimma tekur, bjóðandi íbúum að kaupa sig frá hrekkjum þeirra með góðgæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það er því eins gott fyrir íbúa þar að vera viðbúnir með greiðsluna.


Síðar um kvöldið stendur Nemendafélagið hjá Keili fyrir Hrekkjavökuballi í Top of the Rock þar sem öllum er boðið að koma í hina einu sönnu hrekkjavökustemmingu.