Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Borghildur sýnir myndlist á Kaffitári
Þriðjudagur 3. desember 2013 kl. 11:03

Borghildur sýnir myndlist á Kaffitári

Borghildur Guðmundsdóttir, listakona verður með myndlistasýningu á Kaffitári á Stapabraut, nú í desember.

Borghildur útskrifaðist úr Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2010 og hefur starfað sem listamaður á Akureyri síðan hún útskrifaðist.  Hún sýnir málverk sem eru unnin á þessu ári, ýmist  með olíu eða blandaðri tækni.  

„Vonandi gefur fólk sér tíma á aðventunni til að koma við á kaffihúsinu og skoða myndirnar mínar.  Ég vil að áhorfandinn staldri við og upplifi listaverkin á sinn hátt en ég leitast alltaf við að hafa fagurfræðina að leiðarljósi í verkum mínum.  Sýningin er einstaklega falleg og friðsæl eins og aðventan er og því gaman að sýna þessar myndir núna,“ segir Borghildur.

Sýningin stendur yfir alla aðventuna og er opin á opnunartíma Kaffitárs.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024