Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Borgarstjórinn djammaði í Keflavík
Mánudagur 7. nóvember 2016 kl. 12:28

Borgarstjórinn djammaði í Keflavík

Lúðvík Einarsson, aðalpersónan í þáttunum Borgarstjórinn, sem sýndir eru á Stöð 2, skellti sér á djammið í Keflavík í fjórða þætti sem sýndur var í gærkvöld. Þangað fór Lúðvík borgarstjóri í leit að fjöri enda hafði hann heyrt að þar væri það helst að finna. Hann sletti úr klaufunum á Stúdíó 16 og lauk þættinum á spennandi atriði á Hafnargötunni svo það verður gaman að sjá hvort Lúðvík verði enn á djamminu í Keflavík í næsta þætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lúðvík Einarsson, borgarstjóri, skemmti sér vel á Stúdíó 16. Á myndinni sést hann reyna að taka nokkur seiðandi dansspor.